Tónleikar háskólakórs 14. júní nk. í Peterskirche í Vín

Háskólakórinn er um þessar mundir að leggja í ferð um Austurríki, Slóvakíu og Ungverjaland. Kórinn heldur tónleika í Peterskirche við Petersplatz 14. júní kl. 15.00 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskrá kórsins eru íslensk og ungversk lög auk þess sem kórinn flytur Hear my Prayer eftir Felix Mendelssohn. Einsöngvari með kórnum er Lilja Guðmundsdóttir, en hún er við söngnám í Vínarborg. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson og organisti á tónleikunum verður Anita Koós.

Video Gallery

View more videos