Norræn kvikmyndavika haldin í Urania í Vín, 10. -16. maí 2012

Norræn kvikmyndavika haldin í Urania í Vín, 10. -16. maí 2012

Líkt og undanfarin ár, verður haldin norræn kvikmyndavika í Urania í Vín í samvinnu við sendiráð Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Hátíðin er nú haldin í 19. skipti og í ár undir yfirskriftinni "Schöne Wirtschaft im Norden". Þetta mun vera þriðja árið í röð sem sendiráð Eystrasaltsríkjanna í Vín taka einnig þátt í kvikmyndavikunni. Unnendur norrænna kvikmynda geta notið góðs úrvals kvikmynda frá fyrrnefndum löndum , en 15 kvikmyndir verða sýndar á norrænu kvikmyndavikunni í Vín í ár.

Tvær íslenskar kvikmyndir verða sýndar og eru eftirfarandi:

Sumarlandið. Sýnd sunnudaginn, 13. maí, kl. 15 (2010, leikstjóri: Grímur Hákonarson, frummynd með enskum texta, 85 mín.)

Kóngavegur 7. Sýnd þriðjudaginn 15. maí, kl. 19 (2010, leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir, frummynd með enskum texta, 100 mín.)

Allar kvikmyndirnar verða sýndar á frummálinu með enskum eða þýskum texta og er miðaverð 6,- evrur.

Nánari upplýsingar má finna í viðhengdum bæklingi um kvikmyndavikuna, svo og á vefslóð Urania: http://www.vhs.at/urania

Dagsskra

Video Gallery

View more videos