Myndlistarsýning Kristínar Gunnlaugsdóttur í Purbach, 25.-26. september 2009

Myndlistarsýning Kristínar Gunnlaugsdóttur verður haldin í vínkjallara vínframleiðandans Huberts Sandhofer, í Purbach, Burgenland, fóstudaginn 25. september n.k. Sýningin stendur aðeins yfir í tvo daga, föstudaginn frá kl. 18 - 21 og laugardaginn frá kl. 16 - 19. Þar verða sýnd fimm verk, eggtemperur á tréplötur, flestar unnar á þessu ári.

Laugardagskvöldið 26. september verður mikil tónlistarhátíð í þorpinu Purbach vegna opnunar safnaðarheimilis kikjunnar þar. Af því tilefni verður hljómsveit sem Hubert og sjö aðrir gamlir vinir eru í, með útitónleika á torginu og það verður mikið líf og fjör. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hægt er að fá sér gott að borða fyrir mjög sanngjarnt verð á Heurigen, veitingastað systur Huberts sem er við hliðina á sýningu Kristínar og taka síðan þátt í fjörinu um kvöldið á torginu.

Það tekur um klukkustund að keyra frá miðborg Vínar til Purbach, Burgenland og þegar þangað er komið er keyrt inn í þorpið og beygt upp til hægri, að torginu Kellerplatz og Heurigenið blasir við. Um 10 metrum ofar í götunni er vingeymslan hans Huberts þar sem hann verður með vínkynningu og selur vínin sín og ég með myndirnar mínar.

Heimilisfangið er því nákvæmlega: Weingut Hubert Sandhofer, Am Kellerplatz, 7083 Purbach am Neusiedlersee. Hjá Hubert má gera góð kaup með gæðavín, hann verður einnig með kynningu á þeim vínum sem hafa vínmiða með mínum verkum og hafa verið seld við góðan orðstír hjá Á.T.V.R. hér heima.

Nánari upplýsingar um listakonuna eru að finna á www.kristing.is

Video Gallery

View more videos