LISTAHÁTIÐ Í REYKJAVÍK 2011

Á blaðamannafundi klukkan 13:00 í dag kynnti Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar dagskrá hátíðarinnar í vor, sem stendur frá 20. maí til 5. júní 2011.

Á tuttugustu og fimmtu Listahátíð í Reykjavík verður samfelld veisla fyrir öll skilningarvitin og yfir fimm hundruð erlendir og innlendir listamenn koma fram á fjölda viðburða víða um borgina. Dans og söngur verða áberandi á dagskránni sem státar af stórglæsilegum danssýningum, framsæknum og fyndnum leiksýningum og fjölbreyttum tónleikum, auk fjölmargra annarra forvitnilegra atriða.

Sjö tónleikar Listahátíðar fara fram í öllum sölum nýopnaðrar Hörpu. Ný íslensk sviðs- og tónverk verða frumflutt á hátíðinni, og tugir hugdjarfra Íslendinga taka þátt í viðamiklu útiatriði í miðbænum. Erlendir listamenn hátíðarinnar í vor koma víða að; frá Nígeríu, Bandaríkjunum, Spáni, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Slóvakíu, Færeyjum, Kína, og Póllandi. Stór sýning verður á verkum listakonunnar Louise Bourgeois í Listasafni Íslands.

SKOÐA ALLA DAGSKRÁNA

Fréttatilkynning Listahátíðar í Reykjavík 31. mars 2011Video Gallery

View more videos