„Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur enn mikið verk að vinna“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur þátt í árlegum fundi utanríkisráðherra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem hófst í Kænugarði í Úkraínu í gær. Ráðherra hvatti í ávarpi sínu stjórnvöld í Úkraínu til vinna að lausn pólitískra deilumála í landinu, virða tjáningarfrelsi og réttindi fólks til friðsamlegra mótmæla.

Utanríkisráðherrar þátttökuríkja ÖSE í Kiev 5. -6. desember 2013

Alls sækja fulltrúar 57 þátttökuríkja ÖSE fundinn og er megintilgangur hans að ræða með hvaða hætti megi tryggja betur framkvæmd skuldbindinga þátttökuríkja á sviði mannréttinda, afvopnunarmála og efnahags- og umhverfismála. Fyrir fundinum liggja m.a. ákvarðanir um að treysta réttindi Rómafólks, standa vörð um trúfrelsi og tryggja betur öryggi fjölmiðlafólks gagnvart ofsóknum stjórnvalda.

Nánari upplýsingar um ávarp Gunnars Braga má finna á vef Utanríkisráðuneytisins.

Video Gallery

View more videos